Greint var frá því í september að Snerting hefði verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Fimmtán kvikmyndir hafa nú verið valdar á stuttlista í flokknum og er Snerting meðal þeirra, en 85 þjóðir sendu inn framlag til verðlaunanna.
Stuttlistar í tíu flokkum voru birtir á vef Óskarsverðlaunanna í dag, þar á meðal stuttlistinn í flokknum besta erlenda kvikmyndin.
Meðlimir akademíunnar svokölluðu munu kjósa um þær myndir sem hljóta tilnefningu til verðlaunanna en í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur endanlega tilnefningu eða ekki.
Kvikmyndirnar á stuttlistanum eru eftirfarandi:
- Noregur: „I’m Still Here
- Kanada: Universal Language
- Tékkland: Waves
- Danmörk: The Girl with the Needle
- Frakkland: Emilia Pérez
- Þýskaland: The Seed of the Sacred Fig
- Ísland: Touch (Snerting)
- Írland: Kneecap
- Ítalía: Vermiglio
- Lettland: Flow
- Noregur: Armand
- Palestína: From Ground Zero
- Senegal: Dahomey
- Tæland: How to Make Millions before Grandma Dies
- Bretland: Santosh
Snerting hlaut tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á árinu. Þá hlaut Baltasar Kormákur hin eftirsóttu Roger Ebert Golden Thumb verðlaun fyrir myndina í ágúst.