Um nemanda við skólann var að ræða, hina fimmtán ára gömlu Natalie Rupnow. Hún hóf skothríð með skambyssu í skólanum með þeim afleiðingum að sex særðust og tveir létu lífið, kennari og nemandi við skólann. Að því loknu beitti hún byssunni gegn sjálfri sér. Tveir eru alvarlega slasaðir og á gjörgæslu.
Lögregla segir enn ekki ljóst hvað henni gekk til en fjölskylda stúlkunnar er sögð vinna að lausn málsins með lögreglu. Þá er einnig óljóst hvernig hún komst yfir byssuna sem hún notaði við verknaðinn. Lögregla bætir einnig við að Natalie hafi aldrei áður komið við sögu hjá lögreglu.
Skotárásin í Madison var númer 39 í röðinni þegar kemur að skotárásum í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Tæplega áttatíu hafa orðið fyrir skotum í þessum árásum og átján hafa látið lífið.