Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 08:58 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur. Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins. Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins.
Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira