„Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:31 María Þórisdóttir er afar ánægð með föður sinn, ekki bara hvað vann mikið heldur hvernig hann fór að því. Getty/Ryan Pierse/Andrea Kareth/ María Þórisdóttir sendi föður sínum fallega kveðju eftir að Þórir Hergeirsson endaði þjálfaraferil sinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta með því að vinna sitt ellefta stórmót með norska landsliðinu. Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01
Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27
Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44
Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02