Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. desember 2024 19:25 Vilborg hefur tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi. Stöð 2 Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“ Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“
Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira