Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. desember 2024 19:25 Vilborg hefur tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi. Stöð 2 Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“ Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“
Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira