Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Jóhanna hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis og borða fjölbreytt mataræði. Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni.
Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira