Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Jóhanna hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis og borða fjölbreytt mataræði. Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni.
Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira