Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 14:09 Bashar al-Assad í Damaskus í maí 2023. Getty/Matin Ghasemi Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Í yfirlýsingunni, sem rússneskir ríkismiðlar hafa sagt frá, segist Assad vilja segja sína hlið á sögulegum vendingum í Sýrlandi og segir hann sannleikann hafa verið afbakaðan. Öryggishagsmunir hafi þó komið í veg fyrir að hann hafi getað tjáð sig, fyrr en nú, og segist hann ætla gera frekar skil á sinni afstöðu í framtíðinni. Yfirlýsingin var birt á Telegram-síðu forsetaembættis Sýrlands og vísað í hana í ríkismiðlum Rússland, þar sem Assad er. Ekki hefur þó verið staðfest að hún sé frá Assad sjálfum. Assad segist ekki hafa ætlað sér að flýja Sýrland en hann hafi þurft að gera það þegar ljóst varð að varnir stjórnarhers hans höfðu alfarið fallið saman undan skyndisókn uppreisnarmanna HTS í norðvesturhluta Sýrlands og þess að aðrir hópar tóku einnig upp vopn víðsvegar um landið. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Assad hafði þá hörfað til herstöðvar Rússa í Latakiahéraði. Hann segir uppreisnarmenn hafa gert ítrekaðar drónaárásir á herstöðina og yfirvöld í Kreml hafi þá farið fram á að hann yrði fluttur úr landi og til Rússlands. Þar sem allar aðrar leiðir úr herstöðinni hafi verið lokaðar honum, hafi hann samþykkt að fara til Rússlands. Um kvöldið 8. desember, eftir að uppreisnarmenn höfðu tekið Damaskus, flúði Assad til Rússlands. „Á engum tímapunkti hafði ég íhugað að stíga til hliðar eða flýja og hafði enginn lagt slíkt til. Það eina í stöðunni var að halda baráttunni gegn árásum hryðjuverkamanna áfram,“ skrifar Assad. Persónulegar myndir Assads, sem fundust meðal annars í forsetahöllinni í Damaskus, hafa verið í dreifingu.AP Lofar sjálfan sig Því næst fer Assad fögrum og ósönnum orðum um sjálfan sig og baráttu sína fyrir sýrlensku þjóðina. Hann hafi ávallt neitað að gefa eftir hagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hag, þrátt fyrir ítrekuð gylliboð, og hafi staðið við hlið almennra hermanna á víglínunni í gegnum borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann segist þar að auki aldrei hafa gefið frelsi Palestínu og Líbanon upp á bátinn né svikið bandamenn sína. Sjá einnig: Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Assad segist aldrei hafa sóst eftir persónulegum auð, heldur litið á sjálfan sig sem varðmann sýrlensku þjóðarinnar. Hann hafi gefið allt til að verja þjóðina, ríkið og stofnanir og frelsi þjóðarinnar til hins síðasta. Assad hefur lengi verið sakaður um umfangsmikil og tíð grimmdarverk í Sýrlandi. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og voru fjölmargir látnir hverfa í fangelsiskerfi landsins. Mannréttindasamtök telja að frá 2011 hafi rúmlega 96 þúsund manns horfið í fangelsum Sýrlands. Þá hefur Assad látið gera efnavopnaárásir á óbreytta borgara í Sýrlandi, auk þess sem svokölluðum tunnusprengjum hefur ítrekað verið varpað á sýrlenskar borgir. Bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa einnig verið sakaðir um fjölmörg ódæði í Sýrlandi í gegnum árin. Ríkisstjórn Assads var einnig viðloðin umfangsmikla framleiðslu og sölu á fíkniefninu Captagon, sem glæpamenn og aðrir hafa dreift um Mið-Austurlönd og víðar. Sjá einnig: Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Talið er að síðan Hafez al-Assad tók völd árið 1970 hafi hann og síðan Bashar al-Assad, safnað umfangmiklum auðmunum víðsvegar um heiminn. Fjölskyldan er talin eiga fasteignir og fyrirtæki víða um heim. Meðal annars er fjölskyldan talin eiga dýrar byggingar í Rússlandi, hótel í Vínarborg og einkaþotu í Dubai. Wall Street Journal segir umfangsmikla leit að þessum auðmunum standa yfir. Assad á sínum yngri árum með konu sem ekki er vitað hver er.AP Heita kosningum á næsta ári Í lok yfirlýsingarinnar segist Assad enn telja sig tilheyra sýrlensku þjóðinni og að hann voni innilega að hún öðlist aftur frelsi og sjálfstæði, sem verður að teljast nokkuð kaldhæðnislegt. Uppreisnarmennirnir sem eru nú með stjórnartaumana í Sýrlandi þykja mjög íhaldssamir en enn sem komið er hefur yfirtaka þeirra að mestu farið friðsamlega fram. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Sharaa var á árum áður meðlimur al-Qaeda í Írak. Sharaa og Bashir hafa heitið því að halda kosningar á næsta ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýrland Rússland Tengdar fréttir Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem rússneskir ríkismiðlar hafa sagt frá, segist Assad vilja segja sína hlið á sögulegum vendingum í Sýrlandi og segir hann sannleikann hafa verið afbakaðan. Öryggishagsmunir hafi þó komið í veg fyrir að hann hafi getað tjáð sig, fyrr en nú, og segist hann ætla gera frekar skil á sinni afstöðu í framtíðinni. Yfirlýsingin var birt á Telegram-síðu forsetaembættis Sýrlands og vísað í hana í ríkismiðlum Rússland, þar sem Assad er. Ekki hefur þó verið staðfest að hún sé frá Assad sjálfum. Assad segist ekki hafa ætlað sér að flýja Sýrland en hann hafi þurft að gera það þegar ljóst varð að varnir stjórnarhers hans höfðu alfarið fallið saman undan skyndisókn uppreisnarmanna HTS í norðvesturhluta Sýrlands og þess að aðrir hópar tóku einnig upp vopn víðsvegar um landið. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Assad hafði þá hörfað til herstöðvar Rússa í Latakiahéraði. Hann segir uppreisnarmenn hafa gert ítrekaðar drónaárásir á herstöðina og yfirvöld í Kreml hafi þá farið fram á að hann yrði fluttur úr landi og til Rússlands. Þar sem allar aðrar leiðir úr herstöðinni hafi verið lokaðar honum, hafi hann samþykkt að fara til Rússlands. Um kvöldið 8. desember, eftir að uppreisnarmenn höfðu tekið Damaskus, flúði Assad til Rússlands. „Á engum tímapunkti hafði ég íhugað að stíga til hliðar eða flýja og hafði enginn lagt slíkt til. Það eina í stöðunni var að halda baráttunni gegn árásum hryðjuverkamanna áfram,“ skrifar Assad. Persónulegar myndir Assads, sem fundust meðal annars í forsetahöllinni í Damaskus, hafa verið í dreifingu.AP Lofar sjálfan sig Því næst fer Assad fögrum og ósönnum orðum um sjálfan sig og baráttu sína fyrir sýrlensku þjóðina. Hann hafi ávallt neitað að gefa eftir hagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hag, þrátt fyrir ítrekuð gylliboð, og hafi staðið við hlið almennra hermanna á víglínunni í gegnum borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann segist þar að auki aldrei hafa gefið frelsi Palestínu og Líbanon upp á bátinn né svikið bandamenn sína. Sjá einnig: Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Assad segist aldrei hafa sóst eftir persónulegum auð, heldur litið á sjálfan sig sem varðmann sýrlensku þjóðarinnar. Hann hafi gefið allt til að verja þjóðina, ríkið og stofnanir og frelsi þjóðarinnar til hins síðasta. Assad hefur lengi verið sakaður um umfangsmikil og tíð grimmdarverk í Sýrlandi. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og voru fjölmargir látnir hverfa í fangelsiskerfi landsins. Mannréttindasamtök telja að frá 2011 hafi rúmlega 96 þúsund manns horfið í fangelsum Sýrlands. Þá hefur Assad látið gera efnavopnaárásir á óbreytta borgara í Sýrlandi, auk þess sem svokölluðum tunnusprengjum hefur ítrekað verið varpað á sýrlenskar borgir. Bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa einnig verið sakaðir um fjölmörg ódæði í Sýrlandi í gegnum árin. Ríkisstjórn Assads var einnig viðloðin umfangsmikla framleiðslu og sölu á fíkniefninu Captagon, sem glæpamenn og aðrir hafa dreift um Mið-Austurlönd og víðar. Sjá einnig: Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Talið er að síðan Hafez al-Assad tók völd árið 1970 hafi hann og síðan Bashar al-Assad, safnað umfangmiklum auðmunum víðsvegar um heiminn. Fjölskyldan er talin eiga fasteignir og fyrirtæki víða um heim. Meðal annars er fjölskyldan talin eiga dýrar byggingar í Rússlandi, hótel í Vínarborg og einkaþotu í Dubai. Wall Street Journal segir umfangsmikla leit að þessum auðmunum standa yfir. Assad á sínum yngri árum með konu sem ekki er vitað hver er.AP Heita kosningum á næsta ári Í lok yfirlýsingarinnar segist Assad enn telja sig tilheyra sýrlensku þjóðinni og að hann voni innilega að hún öðlist aftur frelsi og sjálfstæði, sem verður að teljast nokkuð kaldhæðnislegt. Uppreisnarmennirnir sem eru nú með stjórnartaumana í Sýrlandi þykja mjög íhaldssamir en enn sem komið er hefur yfirtaka þeirra að mestu farið friðsamlega fram. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Sharaa var á árum áður meðlimur al-Qaeda í Írak. Sharaa og Bashir hafa heitið því að halda kosningar á næsta ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýrland Rússland Tengdar fréttir Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18