Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 21:27 Þórir lyftir Evróputitlinum í leikslok. Facebooksíða EHF Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024 EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira