Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 21:01 Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson hjón í Hafnarfirði. Vísir/Einar Hjón sem að leggja mikið upp úr jólaskreytingum segjast toppa sig á hverju ári. Ef þau standi sig ekki í stykkinu byrji fólk hreinlega að hafa áhyggjur af þeim. Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar
Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira