Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 13:07 Framkvæmdastjórar Samtaka iðnaðarins og Landverndar tókust á um framtíð orkumála í Sprengisandi. Vísir/Samsett Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá. Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá.
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira