Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2024 21:00 Þessi mynd er tekin yfir Randolph í New Jersey miðvikudaginn 4. desember. Flygildi sést bera við himininn ofarlega til vinstri. TMX/AP Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira