Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 12:07 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira