„Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:59 Kjartan Atli Kjartansson segir Álftnesinga þurfa að vinna í ýmsum hlutum til að snúa genginu við. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að stóru augnablikin hafi skilið á milli þegar hans menn máttu þola ellefu stiga tap gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
„Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira