Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 08:10 Uppreisnarmenn kveiktu í miklu magni af Captagon sem fannst á Masseh herflugvellinum í Damaskus. Getty/Anadolu/Emin Sansar Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad. Sýrland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad.
Sýrland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira