Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 17:49 Gukesh Dommaraju náði að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að vera með svart í lokaskákinni. Getty/Andrzej Iwanczuk Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Skák Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024
Skák Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira