Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2024 07:02 Okkar yndislegu íslensku karlmenn, við þurfum á ykkar stuðning að halda Saman getum við staðið vörð um kvenréttindi, þau varða okkur öll. Undanfarið hefur verið grafið undan kvenréttindum víðvegar í heiminum, þar á meðal í hinum vestræna heimi, svo sem Bandaríkjunum og Póllandi. Dauðsföll þungaðra kvenna eru að færast í aukana vegna ómannúðlegra lagasetninga sem koma í veg fyrir lífsbjargandi læknisinngrip. Mörgum þessara kvenna hefði verið hægt að bjarga. Þungaðar konur hafa látist vegna fósturláts, utanlegsfósturs og ýmissa fylgikvilla sem því miður geta gert vart við sig á meðgöngu. Sem dæmi hafa dauðsföll þungaðra kvenna í Texas aukist um 56% í kjölfar þess að þungunarrof voru gerð ólögleg árið 2021. Þvílíkur hryllingur, grimmd og viðbjóður. Núverandi raunveruleiki margra kvenna í heiminum er sá að þær ráða ekki yfir eigin líkama. Þetta er raunveruleiki kvenfólks sem lifir ekki langt frá okkur. Raunveruleiki – ekki skáldskapur. Raunveruleiki – ekki bara pólitískt hitamál til að veiða atkvæði í alþingiskosningum. Sem kvenmaður og móðir ungrar stúlku verð ég að viðurkenna að það er virkilega ógnvekjandi að horfa upp á þennan blákalda raunveruleika sem kynsystur okkar búa við. Það er því ekki furða að ég sjálf og margar konur sem ég þekki finna fyrir raunverulegum áhyggjum, þá sérstaklega vegna réttinda dætra okkar. Sjálf á ég yndislega dóttur undir 4 ára aldri. En er staða kvenna á Íslandi ekki bara nokkuð góð samanborið við önnur lönd? Hvers vegna ætti það að vera ógnvekjandi að horfa upp bakslag í kvenréttindum annars staðar í heiminum? Svarið er einfalt. Aðför að kvenréttindum er raunveruleg ógn sem varðar okkur öll. Aðför að kvenréttindum er krabbamein sem getur dreift úr sér ef við erum ekki á verði. Þetta er staðreynd sem hefur sýnt sig annars staðar í heiminum. Því skiptir það höfuðmáli að aðilar sem tjá sig um málefni kvenna á opinberum vettvangi sé vel upplýst og vandi sig - vandi sig að hella ekki olíu á eldinn og opna leiðina að skertum réttindum kvenfólks. Í því samhengi er nauðsynlegt að kynna sér staðreyndir. Sem dæmi: Þungaðar konur sem tengst hafa ófæddu barni sínu tilfinningaböndum velja ekki allt í einu að fara í þungunnarrof seint og síðar meir á meðgöngunni. Það er engin kona að leggja á sig margra mánaða meðgöngu (ekki auðvelt gigg), bara til þess að binda enda á hana. Sú spurning hvort að leifa eigi þungunarrof seint á meðgöngu, eða jafnvel alla meðgönguna, er augljóslega byggð á gríðarlegri vanþekkingu á heilbrigðismálum kvenna og á sér engan fót í raunveruleikanum. Ekki nokkurn. Tölum af ábyrgð og samúð Áður en við tjáum okkur um málefni sem snúa að kvenréttindum - setjum okkur í spor kvenna sem verða fyrir barðinu ómannúðlegra laga, áður en skoðanir byggðar á vanþekkingu eru viðraðar. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn þvert á þeirra vilja. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem fá ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna utanlegsfósturs. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn nauðgara síns. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem elska nú þegar ófætt barn sitt en missa það sökum fylgikvilla á meðgöngu. Setjum okkur í spor dauðhræddra þungaðra kvenna sem bíða þess að komast undir læknishendur vegna lífshættulegra fylgikvilla. Setjum okkur í spor þeirra sem misst hafa þungaðar konur sínar. Setjum okkur í spor barna sem verða fyrir móður missi. Setjum okkur í spor þeirra sem horfa framan í dætur sínar og vona af öllu sínu hjarta að þeirra réttindi verði ekki skert. Ég er ein af þeim. Saman getum við staðið vörð umkvenréttindi Því biðla ég til ykkar, elsku íslensku karlmenn, að hjálpa okkur að standa vörð um kvenréttindi. Réttindi mæðra okkar, dætra og systra. Kynnið ykkur hvernig höggið er á kvenréttindi víða í heiminum og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Látið í ykkur heyra svo að rangfærslur um heilbrigðisþjónustu kvenna fái ekki stórhættulegan meðbyr. Saman getum við séð til þess að dætur okkar hljóti ekki sömu örlög og allt of margar kynsystur okkar. Ég biðla einnig til opinberra aðila að vanda umræðuna með kvenréttindi að leiðarljósi. Ykkar hlutverk skiptir sköpum. Öll komum við frá móður okkar Að lokum vil ég minna á að öll komum við frá móður okkar, hún tengdist þér þegar þú varðst til í móðurkviði, hún fæddi þig í þennan heim og sá um þig sem kornabarn. Hún á skilið að njóta mannréttinda og grundvallar heilbrigðisþjónustu ef hætta steðjar að. Höfundur er vísindamaður og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Okkar yndislegu íslensku karlmenn, við þurfum á ykkar stuðning að halda Saman getum við staðið vörð um kvenréttindi, þau varða okkur öll. Undanfarið hefur verið grafið undan kvenréttindum víðvegar í heiminum, þar á meðal í hinum vestræna heimi, svo sem Bandaríkjunum og Póllandi. Dauðsföll þungaðra kvenna eru að færast í aukana vegna ómannúðlegra lagasetninga sem koma í veg fyrir lífsbjargandi læknisinngrip. Mörgum þessara kvenna hefði verið hægt að bjarga. Þungaðar konur hafa látist vegna fósturláts, utanlegsfósturs og ýmissa fylgikvilla sem því miður geta gert vart við sig á meðgöngu. Sem dæmi hafa dauðsföll þungaðra kvenna í Texas aukist um 56% í kjölfar þess að þungunarrof voru gerð ólögleg árið 2021. Þvílíkur hryllingur, grimmd og viðbjóður. Núverandi raunveruleiki margra kvenna í heiminum er sá að þær ráða ekki yfir eigin líkama. Þetta er raunveruleiki kvenfólks sem lifir ekki langt frá okkur. Raunveruleiki – ekki skáldskapur. Raunveruleiki – ekki bara pólitískt hitamál til að veiða atkvæði í alþingiskosningum. Sem kvenmaður og móðir ungrar stúlku verð ég að viðurkenna að það er virkilega ógnvekjandi að horfa upp á þennan blákalda raunveruleika sem kynsystur okkar búa við. Það er því ekki furða að ég sjálf og margar konur sem ég þekki finna fyrir raunverulegum áhyggjum, þá sérstaklega vegna réttinda dætra okkar. Sjálf á ég yndislega dóttur undir 4 ára aldri. En er staða kvenna á Íslandi ekki bara nokkuð góð samanborið við önnur lönd? Hvers vegna ætti það að vera ógnvekjandi að horfa upp bakslag í kvenréttindum annars staðar í heiminum? Svarið er einfalt. Aðför að kvenréttindum er raunveruleg ógn sem varðar okkur öll. Aðför að kvenréttindum er krabbamein sem getur dreift úr sér ef við erum ekki á verði. Þetta er staðreynd sem hefur sýnt sig annars staðar í heiminum. Því skiptir það höfuðmáli að aðilar sem tjá sig um málefni kvenna á opinberum vettvangi sé vel upplýst og vandi sig - vandi sig að hella ekki olíu á eldinn og opna leiðina að skertum réttindum kvenfólks. Í því samhengi er nauðsynlegt að kynna sér staðreyndir. Sem dæmi: Þungaðar konur sem tengst hafa ófæddu barni sínu tilfinningaböndum velja ekki allt í einu að fara í þungunnarrof seint og síðar meir á meðgöngunni. Það er engin kona að leggja á sig margra mánaða meðgöngu (ekki auðvelt gigg), bara til þess að binda enda á hana. Sú spurning hvort að leifa eigi þungunarrof seint á meðgöngu, eða jafnvel alla meðgönguna, er augljóslega byggð á gríðarlegri vanþekkingu á heilbrigðismálum kvenna og á sér engan fót í raunveruleikanum. Ekki nokkurn. Tölum af ábyrgð og samúð Áður en við tjáum okkur um málefni sem snúa að kvenréttindum - setjum okkur í spor kvenna sem verða fyrir barðinu ómannúðlegra laga, áður en skoðanir byggðar á vanþekkingu eru viðraðar. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn þvert á þeirra vilja. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem fá ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna utanlegsfósturs. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem neyðast til að ganga með og fæða barn nauðgara síns. Setjum okkur í spor þungaðra kvenna sem elska nú þegar ófætt barn sitt en missa það sökum fylgikvilla á meðgöngu. Setjum okkur í spor dauðhræddra þungaðra kvenna sem bíða þess að komast undir læknishendur vegna lífshættulegra fylgikvilla. Setjum okkur í spor þeirra sem misst hafa þungaðar konur sínar. Setjum okkur í spor barna sem verða fyrir móður missi. Setjum okkur í spor þeirra sem horfa framan í dætur sínar og vona af öllu sínu hjarta að þeirra réttindi verði ekki skert. Ég er ein af þeim. Saman getum við staðið vörð umkvenréttindi Því biðla ég til ykkar, elsku íslensku karlmenn, að hjálpa okkur að standa vörð um kvenréttindi. Réttindi mæðra okkar, dætra og systra. Kynnið ykkur hvernig höggið er á kvenréttindi víða í heiminum og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Látið í ykkur heyra svo að rangfærslur um heilbrigðisþjónustu kvenna fái ekki stórhættulegan meðbyr. Saman getum við séð til þess að dætur okkar hljóti ekki sömu örlög og allt of margar kynsystur okkar. Ég biðla einnig til opinberra aðila að vanda umræðuna með kvenréttindi að leiðarljósi. Ykkar hlutverk skiptir sköpum. Öll komum við frá móður okkar Að lokum vil ég minna á að öll komum við frá móður okkar, hún tengdist þér þegar þú varðst til í móðurkviði, hún fæddi þig í þennan heim og sá um þig sem kornabarn. Hún á skilið að njóta mannréttinda og grundvallar heilbrigðisþjónustu ef hætta steðjar að. Höfundur er vísindamaður og móðir.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun