Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 09:19 Álverið í Straumsvík. Óttarrstaðir eru vestan við Straumsvík. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eigenda jarðar í nágrenni álversins í Straumsvík um að breytingar á starfsleyfi þess yrðu felldar úr gildi. Starfsleyfið heimilaði álverinu að auka framleiðslu sína um allt að átján þúsund tonn. Hluti eigenda jaðarinnar Óttarsstaða, vestanmegin við Straumsvík, kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingar á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til aukningar á framleiðsluheimild álversins úr 212.000 tonnum af áli í 230.000 tonn á ári. Kærendurnir töldu ákvörðunina ólögmæta og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Byggðu þeir á því að ekki væri um efnislega sömu framkvæmdir að ræða og fjallað hefði verið um í umhverfismati fyrir álverið frá árinu 2002. Endurskoða hefði átt starfsleyfið í heild í stað þess að fara með umsóknina sem minniháttar breytingar á því. Þá hefðu stjórnsýslulög verið brotin þar sem þeir hefðu ekki fengið stöðu aðila máls við meðferð þess og þeim því ekki gefist kostur á að neyta andmælaréttar. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfunni með úrskurði sem féll í vikunni. Hafnað í íbúakosningu 2007 Umhverfismatið sem landeigendurnir vísuðu til var gert samþykkt af Skipulagsstofnun árið 2002 í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins upp í allt að 460 þúsund tonna framleiðslu á ári. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi á þeim grunni árið 2005. Ekkert varð af stækkuninni þar sem henni var hafnað í íbúakosningu í Hafnarfirði árið 2007. Álverið fékk nýtt starfsleyfi sem gerði enn ráð fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli árið 2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðar hluta starfsleyfisins sem laut að framleiðsluheimildum umfram 212 þúsund tonn af áli úr gildi vegna þess að umhverfismat hefði ekki verið endurskoðað. Rio Tinto sótti um breytingu á starfsleyfinu þannig að heimiluð hámarksframleiðsla yrði aukin upp í 230 þúsund tonn síðasta sumar. Skipulagsstofnun taldi umhverfismatið frá 2002 nægilegan grundvöll til að leyfa framleiðsluaukninguna. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst í ágúst og kærðu landeigendurnir í kjölfarið. Umhverfisstofnun hafnaði því að það væri ólögmætt að láta ekki endurskoða eða láta gera nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breytingar á starfsleyfi álversins.Vísir/Vilhelm Átti að reisa tvo nýja kerskála Helstu rök kærendanna nú eru að fyrirhuguð framleiðsluaukning virðist ekki fela í sér sömu framkvæmdir og gert var ráð fyrir í umhverfismatinu frá því fyrir 22 árum. Í fyrsta áfanga þeirra hafi átt að reisa tvo nýja fimm hundruð metra langa kerskála og staðsetja á milli þeirra nýjar þurrhreinsistöðvar. Rætt hefði verið um stökkun spennistöðvar í þeim áfanga. Síðari áfangi hafi verið háður byggingu nýju kerskálanna. Í honum hefði verið rætt um að geymsla við höfnina yrði stækkuð og nýir súrálsgeymar reistir. Ekki hafi verið fjallað um áform um að hækka straum í núverandi kerskálum til þess að auka framleiðslu í umhverfismatinu og ekki heldur um fjárfestingu í súrflutningskerfi í kerskála 1 til þess að auka afköst. Framkvæmdir þegar farnar af stað Umhverfisstofnun sagði í málsrökum sínum að leyfið sem hún veitti hafi mælt fyrir um helmingi minna framleiðslumagni en gert var ráð fyrir í leyfinu frá 2021. Í umsókn Rio Tinto kæmi fram að hægt væri að framleiða 230.000 tonn innan núverandi bygginga og búnaðar álversins. Úrskurðarnefndin taldi ennfremur ljóst að framkvæmdir, sem var lýst í umhverfismatsskýrslu, hefðu átt sér stað við álverið þótt þær væru mun umfangsminni en ráðgert var. Forsenda heimildar fyrir endurskoðun umhverfismatsskýrslunnar var að framkvæmdir væru ekki hafnar innan tíu ára. Framleiðsluaukningin fæli fyrst og fremst í sér tæknibreytingar og aukna orku- og hráefnisnotknu en ekki fjölgun kerja eða stækkun kerskála. Aukin losun vegna þess væri langt innan þeirra áforma sem var lýst í umhverfismatinu. Þá fór nefndin yfir efnislegar breytingar sem voru gerðar á starfsleyfinu um lífríki og flokkun vatns í vatnshlot til þess að það samræmdist vatnaáætlun sem var gefin út eftir að starfsleyfið var gefið út árið 2021. Niðurstaða rannsókna og mælinga benti til þess að álverið hefði lítil áhrif á lífríki eða efnasamsetningu í vatnshlotum næst því. Þá hefði starfsemin lítil áhrif á magnstöðu grunnvatns við Straumsvík. Ekkert gæfi til kynna að hætta væri á að umhverfismarkmiðum fyrir vatnshlot yrði ekki náð. Hafnaði úrskurðarnefndin því kröfu landeigendanna. Áliðnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Hluti eigenda jaðarinnar Óttarsstaða, vestanmegin við Straumsvík, kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingar á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til aukningar á framleiðsluheimild álversins úr 212.000 tonnum af áli í 230.000 tonn á ári. Kærendurnir töldu ákvörðunina ólögmæta og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Byggðu þeir á því að ekki væri um efnislega sömu framkvæmdir að ræða og fjallað hefði verið um í umhverfismati fyrir álverið frá árinu 2002. Endurskoða hefði átt starfsleyfið í heild í stað þess að fara með umsóknina sem minniháttar breytingar á því. Þá hefðu stjórnsýslulög verið brotin þar sem þeir hefðu ekki fengið stöðu aðila máls við meðferð þess og þeim því ekki gefist kostur á að neyta andmælaréttar. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfunni með úrskurði sem féll í vikunni. Hafnað í íbúakosningu 2007 Umhverfismatið sem landeigendurnir vísuðu til var gert samþykkt af Skipulagsstofnun árið 2002 í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins upp í allt að 460 þúsund tonna framleiðslu á ári. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi á þeim grunni árið 2005. Ekkert varð af stækkuninni þar sem henni var hafnað í íbúakosningu í Hafnarfirði árið 2007. Álverið fékk nýtt starfsleyfi sem gerði enn ráð fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli árið 2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðar hluta starfsleyfisins sem laut að framleiðsluheimildum umfram 212 þúsund tonn af áli úr gildi vegna þess að umhverfismat hefði ekki verið endurskoðað. Rio Tinto sótti um breytingu á starfsleyfinu þannig að heimiluð hámarksframleiðsla yrði aukin upp í 230 þúsund tonn síðasta sumar. Skipulagsstofnun taldi umhverfismatið frá 2002 nægilegan grundvöll til að leyfa framleiðsluaukninguna. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst í ágúst og kærðu landeigendurnir í kjölfarið. Umhverfisstofnun hafnaði því að það væri ólögmætt að láta ekki endurskoða eða láta gera nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breytingar á starfsleyfi álversins.Vísir/Vilhelm Átti að reisa tvo nýja kerskála Helstu rök kærendanna nú eru að fyrirhuguð framleiðsluaukning virðist ekki fela í sér sömu framkvæmdir og gert var ráð fyrir í umhverfismatinu frá því fyrir 22 árum. Í fyrsta áfanga þeirra hafi átt að reisa tvo nýja fimm hundruð metra langa kerskála og staðsetja á milli þeirra nýjar þurrhreinsistöðvar. Rætt hefði verið um stökkun spennistöðvar í þeim áfanga. Síðari áfangi hafi verið háður byggingu nýju kerskálanna. Í honum hefði verið rætt um að geymsla við höfnina yrði stækkuð og nýir súrálsgeymar reistir. Ekki hafi verið fjallað um áform um að hækka straum í núverandi kerskálum til þess að auka framleiðslu í umhverfismatinu og ekki heldur um fjárfestingu í súrflutningskerfi í kerskála 1 til þess að auka afköst. Framkvæmdir þegar farnar af stað Umhverfisstofnun sagði í málsrökum sínum að leyfið sem hún veitti hafi mælt fyrir um helmingi minna framleiðslumagni en gert var ráð fyrir í leyfinu frá 2021. Í umsókn Rio Tinto kæmi fram að hægt væri að framleiða 230.000 tonn innan núverandi bygginga og búnaðar álversins. Úrskurðarnefndin taldi ennfremur ljóst að framkvæmdir, sem var lýst í umhverfismatsskýrslu, hefðu átt sér stað við álverið þótt þær væru mun umfangsminni en ráðgert var. Forsenda heimildar fyrir endurskoðun umhverfismatsskýrslunnar var að framkvæmdir væru ekki hafnar innan tíu ára. Framleiðsluaukningin fæli fyrst og fremst í sér tæknibreytingar og aukna orku- og hráefnisnotknu en ekki fjölgun kerja eða stækkun kerskála. Aukin losun vegna þess væri langt innan þeirra áforma sem var lýst í umhverfismatinu. Þá fór nefndin yfir efnislegar breytingar sem voru gerðar á starfsleyfinu um lífríki og flokkun vatns í vatnshlot til þess að það samræmdist vatnaáætlun sem var gefin út eftir að starfsleyfið var gefið út árið 2021. Niðurstaða rannsókna og mælinga benti til þess að álverið hefði lítil áhrif á lífríki eða efnasamsetningu í vatnshlotum næst því. Þá hefði starfsemin lítil áhrif á magnstöðu grunnvatns við Straumsvík. Ekkert gæfi til kynna að hætta væri á að umhverfismarkmiðum fyrir vatnshlot yrði ekki náð. Hafnaði úrskurðarnefndin því kröfu landeigendanna.
Áliðnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira