Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 12:46 Mikaela Shiffrin birti myndir af miklum áverkum sem hún hlaut eftir fall í skíðabrekku. Getty/Instagram Skíðakonan Mikaela Shiffrin var flutt í burtu á sleða eftir afar slæmt fall í keppni í stórsvigi í Killington í Vermont í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar. Hún hefur nú birt myndir og sagt frá áverkunum sem hún hlaut en hún fékk til að mynda gat á kviðinn. Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin. Skíðaíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira