Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 11:45 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa skipað þrjá málefnahópa sem ræða málin vegna stjórnarmyndunar í dag. Vísir/Vilhelm Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54
Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20