Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2024 09:00 Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun