Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2024 09:00 Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun