Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2024 09:00 Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun