„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 17:01 Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira