Sigurinn var afskaplega öruggur og mun líklega koma Kolbeini í efstu fimmtíu sæti heimslistans í þungavigtarflokki.
Bardagakvöldið fór fram í Vínarborg og var um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu.
Andstæðingur hans, Piotr, hafði unnið átta bardaga í röð fyrir þennan en var fljótt sigraður af hinum ógnarsterka Íslendingi.
„Ég smellhitti hann um miðja fyrstu lotu og braut nefið. Stuttu eftir það reyndi hann að slá eitthvað og sagðist hafa brotið á sér höndina. Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna,“ sagði Kolbeinn um sigurinn.