LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 12:45 LeBron James í baráttu við Dyson Daniels. getty/Todd Kirkland Ekkert gengur hjá Los Angeles Lakers en í nótt tapaði liðið enn einum leiknum í NBA-deildinni í körfubolta, þrátt fyrir að stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis hafi skorað næstum því áttatíu stig samtals. Lakers mætti Atlanta Hawks í hörkuleik í nótt þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Þegar 7,4 sekúndur voru eftir af henni setti Trae Young niður þriggja stiga skot og kom Atlanta í 134-132. Lakers fékk tækifæri til að jafna eða að vinna leikinn en þriggja stiga skot LeBrons geigaði. TRAE YOUNG WINS IT FOR THE HAWKS 🥶The go-ahead bucket from distance ices it for Atlanta, 134-132! pic.twitter.com/Rol6QchsyP— NBA (@NBA) December 7, 2024 LeBron skoraði 39 stig fyrir Lakers, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Davis skoraði 38 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. LeBron and AD put up monster numbers in Atlanta 🤯Davis supplied 38 PTS, 10 REB and 8 AST while LeBron recorded his 7th triple-double of the season, putting up 39 PTS, 10 REB, 11 AST and 6 3PM! pic.twitter.com/ttaDWywjts— NBA (@NBA) December 7, 2024 Young var stigahæstur hjá Atlanta með 31 stig auk þess sem hann gaf tuttugu stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í deildinni með 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Serving up dimes and putting the game on ice 🧊Trae Young (31 PTS, 20 AST, 5 3PM) had an offensive showcase in the @ATLHawks overtime win! pic.twitter.com/G6afKjvkuB— NBA (@NBA) December 7, 2024 De'Andre Hunter skoraði 26 stig af bekknum en varamenn Atlanta skoruðu samtals 65. Á meðan gerðu varamenn Lakers aðeins sautján stig. Lakers hefur nú tapað þremur leikjum í röð og sjö af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti Vesturdeildarinnar með tólf sigra og ellefu töp. Öllu betur gengur hjá Atlanta sem hefur unnið sex leiki í röð. Haukarnir eru í 5. sæti Austurdeildarinnar með þrettán sigra og ellefu töp. NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Lakers mætti Atlanta Hawks í hörkuleik í nótt þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Þegar 7,4 sekúndur voru eftir af henni setti Trae Young niður þriggja stiga skot og kom Atlanta í 134-132. Lakers fékk tækifæri til að jafna eða að vinna leikinn en þriggja stiga skot LeBrons geigaði. TRAE YOUNG WINS IT FOR THE HAWKS 🥶The go-ahead bucket from distance ices it for Atlanta, 134-132! pic.twitter.com/Rol6QchsyP— NBA (@NBA) December 7, 2024 LeBron skoraði 39 stig fyrir Lakers, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Davis skoraði 38 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. LeBron and AD put up monster numbers in Atlanta 🤯Davis supplied 38 PTS, 10 REB and 8 AST while LeBron recorded his 7th triple-double of the season, putting up 39 PTS, 10 REB, 11 AST and 6 3PM! pic.twitter.com/ttaDWywjts— NBA (@NBA) December 7, 2024 Young var stigahæstur hjá Atlanta með 31 stig auk þess sem hann gaf tuttugu stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í deildinni með 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Serving up dimes and putting the game on ice 🧊Trae Young (31 PTS, 20 AST, 5 3PM) had an offensive showcase in the @ATLHawks overtime win! pic.twitter.com/G6afKjvkuB— NBA (@NBA) December 7, 2024 De'Andre Hunter skoraði 26 stig af bekknum en varamenn Atlanta skoruðu samtals 65. Á meðan gerðu varamenn Lakers aðeins sautján stig. Lakers hefur nú tapað þremur leikjum í röð og sjö af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti Vesturdeildarinnar með tólf sigra og ellefu töp. Öllu betur gengur hjá Atlanta sem hefur unnið sex leiki í röð. Haukarnir eru í 5. sæti Austurdeildarinnar með þrettán sigra og ellefu töp.
NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira