Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 7. desember 2024 07:03 Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun