Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. desember 2024 06:30 Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun