„Ég man ekki eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilkynningu á Facebook-síðu Landspítalans.
Þar kemur einnig fram að af þeim 60 sem leituðu til þeirra hafi 29 verið með beinbrot. Þá voru einnig dæmi um að fólk hefði fengið heilahristing eftir höfuðhögg í fallinu.
„Aðstæður undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu hafa verið einstaklega varasamar með tilliti til hálku og full ástæða til að minna fólk á að vera á varðbergi,“ segir í færslunni.