Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 8. desember 2024 09:03 Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun