Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 16:09 Karolina Kochaniak-Sala reynir að verjast Jenny Carlson í leik Póllands og Svíþjóðar í dag. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira