Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 08:32 Elín Klara Þorkelsdóttir er ein af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins en hún steig sín fyrstu stórsmótaskref á EM í ár. Getty/Henk Seppen Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira