Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar 5. desember 2024 08:32 „Leiðir til að lækka vexti“ var yfirskrift fundar sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins stóðu nýverið að. Þar var meðal annars fjallað um Íslandsálagið svokallaða, þ.e. ástæður þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Óhætt er að fullyrða að stærsti hluti Íslandsálagsins felist í þeim sérstöku álögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. Það er tímabært að ræða þessar álögur og hvernig við getum breytt vaxtaumhverfinu hér á landi til lengri tíma. Sú ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum á næstunni gæti ráðist í raunhæfar aðgerðir til að lækka greiðslubyrði íbúðalána. Viljum við viðhalda sértækum álögum sem gera fjármálaþjónustu dýrari? Hagfræðingurinn Gunnar Haraldsson færði rök fyrir því á áðurnefndum fundi að útlánavextir hér á landi væru allt að 0,96-1,15 prósentustigum hærri en þeir þyrftu að vera, að ákveðnum forsendum gefnum, vegna álagna og reglna sem stjórnvöld hafa sett á íslenska banka. Af 50 milljóna króna láni nema 1% vextir um 500.000 krónum í vaxtagreiðslur á ári. Það munar um minna. Ástæðan er að Ísland hefur gengið lengra en önnur Evrópulönd í að innleiða regluverk Evrópusambandsins, t.d. hvað varðar eiginfjárbindingu en auk þess er sértæk skattlagning hér á landi mun víðtækri og meira íþyngjandi en gerist og gengur annars staðar í Evrópu. Íslenskir bankar greiða að meðaltali tvö- til þrefalt hærri skatta en bankar sem starfa innan Evrópusambandsins og á Norðurlöndunum ef horft er til skattgreiðslna í hlutfalli við eignir. Skattbyrði fjármálakerfisins er reyndar hvergi hærri í Evrópu en hér á landi. Liðin eru sextán ár síðan sértækar eiginfjárkröfur, sem kalla á 50-100% meira eiginfé banka en á hinum Norðurlöndunum, voru settar hér á til að efla viðnámsþrótt fjármálakerfisins við endurreisn þess. Á sama tíma voru sértækir bankaskattar lagðir á til að endurheimta þann kostnað sem féll á íslenska ríkið við fjármálahrunið. Þessar álögur auka kostnað banka sem þeir þurfa að mæta með einhverjum hætti. Íslenska fjármálakerfið stendur í dag styrkum fótum sem og íslenskt efnahagslíf sem hefur vaxið mun hraðar en efnahagur Evrópu á síðustu árum. Sá kostnaður sem féll á ríkið vegna fjármálahrunsins er fyrir löngu endurheimtur og gott betur. Þannig að ef vilji er fyrir hendi þá getum við dregið úr sértækum álögum og reglum – lagað okkur að því sem gerist í löndunum í kringum okkur – og lækkað Íslandsálagið og þar með vexti íbúðalána. Íslandsálagið er borið af hluthöfum og viðskiptavinum sem eru að miklu leyti sami hópurinn Auðvitað er misjafnt eftir fjármálafyrirtækjum hvernig á þessum álögum er tekið en almennt má segja að það séu annaðhvort hluthafar bankanna eða viðskiptavinir þeirra sem bera kostnaðinn. Að miklu leyti er þetta sami hópurinn því almenningur á beint eða óbeint tæplega 3/4 af fjármálakerfinu í gegnum eignarhald ríkis og lífeyrissjóða. Auknar álögur á fjármálakerfið skýra að hluta til þá staðreynd að arðsemi íslenskra banka er að meðaltali nokkru lægri en á Norðurlöndum, um 9% í stað 12-15%. Þessi munur er enn meiri ef arðsemin er sett í samhengi við stýrivexti landanna, sem eru langhæstir á Íslandi. Íslandsálagið er í dag skattur á þá sem skulda en ekki þá sem eiga Hvað viðskiptavinina varðar má færa rök fyrir því að það séu fyrst og fremst lántakar sem bera kostnað af þessum álögum því vextir innlána hafa fylgt stýrivöxtum nokkuð vel eftir og mun betur en í löndunum í kringum okkur. Nú á dögum er algengt að vextir á sparnaðarreikningum séu á bilinu 7-9%. Innlán eru mikilvægasta fjármögnun þeirra fjármálafyrirtækja sem sinna hlutverki milliliðar á markaði, þ.e. þeirra sem taka við innlánum og lána þau áfram t.d. í formi íbúðalána. Þau eru nýtt bæði til að fjármagna verðtryggð og óverðtryggð útlán og vega því nokkuð þungt í óvenju háum vöxtum íbúðalána – verðtryggðum og óverðtryggðum – um þessar mundir. Háir innlánsvextir bera því með sér að Íslandsálagið, að því marki sem það fellur á viðskiptavini, er skattur á þá sem skulda en ekki þá sem eiga. Viljum við aukna sátt um fjármálakerfið? Fleira eykur álögur hér á landi sem fella mætti undir Íslandsálag. Til að mynda er Ísland eitt af örfáum löndum Evrópu þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkar mat sitt á bönkum vegna þeirrar óvægnu umræðu sem á sér stað um þá, m.a. af hálfu stjórnmálamanna. Lægra lánshæfismat þýðir öllu jöfnu hærri vextir því það leiðir til verri kjara á fjármögnun bankans sem sótt er á lánsfjármarkaði. Við skorumst auðvitað ekki undan gagnrýni á störf okkar en óskum eftir málefnalegri umræðu án upphrópana. Í þessu sambandi má einnig nefna að samkvæmt nýlegri skýrslu Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar með verðbréfamörkuðum eru stjórnvaldssektir á íslensk fjármálafyrirtæki á málefnasviði stofnunarinnar í sérflokki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir smæð íslenska fjármálakerfisins greiddi það um 11% af heildarsektargreiðslum á EES-svæðinu á árinu 2023 og næsthæstu heildarfjárhæð allra ríkja á eftir Frakklandi. Það blasir við að hér er ekki gætt meðalhófs. Á sama hátt og við skorumst ekki undan málefnalegri gagnrýni þá víkjum við okkur ekki undan eftirliti – þvert á móti fögnum við því – en hér eins og í öðru þarf meðalhóf að ráða för. Að þessi sögðu er ég meðvitaður um að við sem störfum í fjármálakerfinu berum mesta ábyrgð á því að byggja upp fjármálakerfi sem sátt ríkir um – en við berum þá ábyrgð ekki ein. Lægri uppgreiðslukostnaður eða lægri vextir? Íslensk stjórnvöld gengu lengra en löndin í kringum okkur þegar sett var hámark á uppgreiðslugjald allra íbúðalána. Þessar reglur voru vissulega settar til að verja neytendur og veita þeim aukið frelsi, en þær leiða til þess að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru ekki boðin til lengri tíma og bera alla jafna hærri vexti. Ástæðan er sú að þegar lánveitandi ákvarðar vaxtakjör lána með fasta vexti þarf hann að taka tillit til þeirrar áhættu sem felst í því að líklega verði góður hluti þeirra greiddur upp áður en fastvaxtatímabilinu líkur og án þess að uppgreiðslugjaldið endurspegli raunverulegt tap við uppgreiðslu lánsins. Arion banki sem lánveitandi hefur ekki heimild til uppgreiðslu skulda sinna og sem dæmi má nefna að saga Íbúðalánasjóðs sýnir okkur hvernig getur farið þegar þeirri áhættu, sem felst í misræmi á milli uppgreiðsluákvæða íbúðalána og fjármögnunar þeirra, er ekki stýrt rétt. Sem dæmi má nefna að miðað við núverandi aðstæður gæti Arion banki, ef framangreindar hömlur á uppgreiðslugjaldi væru ekki fyrir hendi, boðið íbúðalán með fasta vexti, jafnvel til sjö til tíu ára, á vöxtum sem væru umtalsvert undir því sem býðst á styttra fastvaxtatímabili í dag. Slíkt lán hefur einnig þann ótvíræða kost fyrir lántakendur að þeir fá betri fyrirsjáanleika hvað varðar þróun greiðslubyrðar og höfuðstóls. Þannig leiðir núverandi regluverk til þess að lánatakendur fá takmarkaðra vöruframboð, hærri vexti og minni fyrirsjáanleika. Þeir eru í þeirri stöðu að þurfa að endurfjármagna íbúðalán sín á einungis nokkurra ára fresti. Þetta er að mínu mati ekki skilvirkt kerfi og ég er ekki viss um að þetta sé það sem lántakendur vilja. Viljum við losna við verðtryggingu? Eins og síðustu vaxtabreytingar sýna þá erum við með tvö kerfi á Íslandi, verðtryggt og óverðtryggt. Óverðtryggðir vextir eru þessar vikurnar að lækka vegna lægri stýrivaxta en verðtryggðir vextir að hækka vegna hærri raunstýrivaxta. Við þurfum að spyrja okkur hvort verðtryggingin sé ófrávíkjanlegt lögmál hér á landi eða hvort við getum – með tíð og tíma – dregið úr vægi hennar. Við erum eitt örfárra landa sem er með víðtæka notkun á verðtryggingu. Það er rétt að halda því til haga að, öfugt við það sem margir halda, kemur verðtryggingin bönkum almennt illa og henni fylgir kostnaður, m.a. vegna þess að á verðbólgutímum vex verðtryggingarójöfnuður sem skapar aukna áhættu í okkar starfsemi. Verðtrygging hefur jafnframt fremur neikvæð áhrif á efnahag lífeyrissjóða sem einnig eru með neikvæðan verðtryggingarjöfnuð. Ég hef því velt upp þeirri hugmynd að hætt verði að nota verðtryggingu í tryggingafræðilegu uppgjöri lífeyrissjóða eða hún skilyrt. Staðreyndin er sú að verðbólga býr ekki til verðmæti til að standa undir auknum lífeyrisréttindum. Afnám verðtryggingar, eða skilyrðing hennar í tryggingafræðilegu uppgjöri lífeyrissjóða, væri í raun fyrsta stóra skrefið sem við gætum tekið til að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi. Það er ákvörðun sem væri líkleg til þess að breyta forsendum fjárfestingaákvarðana lífeyrissjóða og myndi auka eftirspurn eftir óverðtryggðum skuldabréfum bankanna í íslenskum krónum, sem auðveldar fjármögnun óverðtryggðra íbúðalána með lengri lánstíma. Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis án þess að taka gjaldeyrisáhættu Þau sértryggðu skuldabréf sem Arion banki gefur út í evrum eru með mjög gott lánshæfi, hærra lánshæfi en íslenska ríkið. Arion banki getur því sótt tiltölulega hagstæða fjármögnun á skuldabréfamörkuðum Evrópu, en við þurfum að geta breytt þessari fjármögnun í íslenskar krónur. Það gæti hentað lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum vel að taka að sér stærra hlutverk og vera mótaðili okkar í gjaldeyrisskiptasamningum sem fylgja erlendri fjármögnun íbúðalána. Ef við færum þessa leið, og færðum okkur þar með nær því sem gerist á Norðurlöndum, gætu bankarnir boðið íbúðalán með hagstæðari vöxtum og lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar fengju aukið svigrúm til að fjárfesta erlendis, án þess að taka með því gjaldeyrisáhættu, og mundu auka áhættudreifingu í eignasafni sínu. Orð eru til alls fyrst Markmiðið með því að velta upp þessum spurningum er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri umræðu um fjármálakerfið, verðbólgu og vaxtastig hér á landi til lengri tíma. Því við getum gert eitt og annað til að lækka vexti. Spurningin er bara hvort fyrir hendi er raunverulegur vilji, hjá okkur öllum og þeirri ríkisstjórn sem mun taka við stjórnartaumunum, til að gera eitthvað í því? Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Evrópusambandið Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Leiðir til að lækka vexti“ var yfirskrift fundar sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins stóðu nýverið að. Þar var meðal annars fjallað um Íslandsálagið svokallaða, þ.e. ástæður þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Óhætt er að fullyrða að stærsti hluti Íslandsálagsins felist í þeim sérstöku álögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. Það er tímabært að ræða þessar álögur og hvernig við getum breytt vaxtaumhverfinu hér á landi til lengri tíma. Sú ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum á næstunni gæti ráðist í raunhæfar aðgerðir til að lækka greiðslubyrði íbúðalána. Viljum við viðhalda sértækum álögum sem gera fjármálaþjónustu dýrari? Hagfræðingurinn Gunnar Haraldsson færði rök fyrir því á áðurnefndum fundi að útlánavextir hér á landi væru allt að 0,96-1,15 prósentustigum hærri en þeir þyrftu að vera, að ákveðnum forsendum gefnum, vegna álagna og reglna sem stjórnvöld hafa sett á íslenska banka. Af 50 milljóna króna láni nema 1% vextir um 500.000 krónum í vaxtagreiðslur á ári. Það munar um minna. Ástæðan er að Ísland hefur gengið lengra en önnur Evrópulönd í að innleiða regluverk Evrópusambandsins, t.d. hvað varðar eiginfjárbindingu en auk þess er sértæk skattlagning hér á landi mun víðtækri og meira íþyngjandi en gerist og gengur annars staðar í Evrópu. Íslenskir bankar greiða að meðaltali tvö- til þrefalt hærri skatta en bankar sem starfa innan Evrópusambandsins og á Norðurlöndunum ef horft er til skattgreiðslna í hlutfalli við eignir. Skattbyrði fjármálakerfisins er reyndar hvergi hærri í Evrópu en hér á landi. Liðin eru sextán ár síðan sértækar eiginfjárkröfur, sem kalla á 50-100% meira eiginfé banka en á hinum Norðurlöndunum, voru settar hér á til að efla viðnámsþrótt fjármálakerfisins við endurreisn þess. Á sama tíma voru sértækir bankaskattar lagðir á til að endurheimta þann kostnað sem féll á íslenska ríkið við fjármálahrunið. Þessar álögur auka kostnað banka sem þeir þurfa að mæta með einhverjum hætti. Íslenska fjármálakerfið stendur í dag styrkum fótum sem og íslenskt efnahagslíf sem hefur vaxið mun hraðar en efnahagur Evrópu á síðustu árum. Sá kostnaður sem féll á ríkið vegna fjármálahrunsins er fyrir löngu endurheimtur og gott betur. Þannig að ef vilji er fyrir hendi þá getum við dregið úr sértækum álögum og reglum – lagað okkur að því sem gerist í löndunum í kringum okkur – og lækkað Íslandsálagið og þar með vexti íbúðalána. Íslandsálagið er borið af hluthöfum og viðskiptavinum sem eru að miklu leyti sami hópurinn Auðvitað er misjafnt eftir fjármálafyrirtækjum hvernig á þessum álögum er tekið en almennt má segja að það séu annaðhvort hluthafar bankanna eða viðskiptavinir þeirra sem bera kostnaðinn. Að miklu leyti er þetta sami hópurinn því almenningur á beint eða óbeint tæplega 3/4 af fjármálakerfinu í gegnum eignarhald ríkis og lífeyrissjóða. Auknar álögur á fjármálakerfið skýra að hluta til þá staðreynd að arðsemi íslenskra banka er að meðaltali nokkru lægri en á Norðurlöndum, um 9% í stað 12-15%. Þessi munur er enn meiri ef arðsemin er sett í samhengi við stýrivexti landanna, sem eru langhæstir á Íslandi. Íslandsálagið er í dag skattur á þá sem skulda en ekki þá sem eiga Hvað viðskiptavinina varðar má færa rök fyrir því að það séu fyrst og fremst lántakar sem bera kostnað af þessum álögum því vextir innlána hafa fylgt stýrivöxtum nokkuð vel eftir og mun betur en í löndunum í kringum okkur. Nú á dögum er algengt að vextir á sparnaðarreikningum séu á bilinu 7-9%. Innlán eru mikilvægasta fjármögnun þeirra fjármálafyrirtækja sem sinna hlutverki milliliðar á markaði, þ.e. þeirra sem taka við innlánum og lána þau áfram t.d. í formi íbúðalána. Þau eru nýtt bæði til að fjármagna verðtryggð og óverðtryggð útlán og vega því nokkuð þungt í óvenju háum vöxtum íbúðalána – verðtryggðum og óverðtryggðum – um þessar mundir. Háir innlánsvextir bera því með sér að Íslandsálagið, að því marki sem það fellur á viðskiptavini, er skattur á þá sem skulda en ekki þá sem eiga. Viljum við aukna sátt um fjármálakerfið? Fleira eykur álögur hér á landi sem fella mætti undir Íslandsálag. Til að mynda er Ísland eitt af örfáum löndum Evrópu þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkar mat sitt á bönkum vegna þeirrar óvægnu umræðu sem á sér stað um þá, m.a. af hálfu stjórnmálamanna. Lægra lánshæfismat þýðir öllu jöfnu hærri vextir því það leiðir til verri kjara á fjármögnun bankans sem sótt er á lánsfjármarkaði. Við skorumst auðvitað ekki undan gagnrýni á störf okkar en óskum eftir málefnalegri umræðu án upphrópana. Í þessu sambandi má einnig nefna að samkvæmt nýlegri skýrslu Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar með verðbréfamörkuðum eru stjórnvaldssektir á íslensk fjármálafyrirtæki á málefnasviði stofnunarinnar í sérflokki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir smæð íslenska fjármálakerfisins greiddi það um 11% af heildarsektargreiðslum á EES-svæðinu á árinu 2023 og næsthæstu heildarfjárhæð allra ríkja á eftir Frakklandi. Það blasir við að hér er ekki gætt meðalhófs. Á sama hátt og við skorumst ekki undan málefnalegri gagnrýni þá víkjum við okkur ekki undan eftirliti – þvert á móti fögnum við því – en hér eins og í öðru þarf meðalhóf að ráða för. Að þessi sögðu er ég meðvitaður um að við sem störfum í fjármálakerfinu berum mesta ábyrgð á því að byggja upp fjármálakerfi sem sátt ríkir um – en við berum þá ábyrgð ekki ein. Lægri uppgreiðslukostnaður eða lægri vextir? Íslensk stjórnvöld gengu lengra en löndin í kringum okkur þegar sett var hámark á uppgreiðslugjald allra íbúðalána. Þessar reglur voru vissulega settar til að verja neytendur og veita þeim aukið frelsi, en þær leiða til þess að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru ekki boðin til lengri tíma og bera alla jafna hærri vexti. Ástæðan er sú að þegar lánveitandi ákvarðar vaxtakjör lána með fasta vexti þarf hann að taka tillit til þeirrar áhættu sem felst í því að líklega verði góður hluti þeirra greiddur upp áður en fastvaxtatímabilinu líkur og án þess að uppgreiðslugjaldið endurspegli raunverulegt tap við uppgreiðslu lánsins. Arion banki sem lánveitandi hefur ekki heimild til uppgreiðslu skulda sinna og sem dæmi má nefna að saga Íbúðalánasjóðs sýnir okkur hvernig getur farið þegar þeirri áhættu, sem felst í misræmi á milli uppgreiðsluákvæða íbúðalána og fjármögnunar þeirra, er ekki stýrt rétt. Sem dæmi má nefna að miðað við núverandi aðstæður gæti Arion banki, ef framangreindar hömlur á uppgreiðslugjaldi væru ekki fyrir hendi, boðið íbúðalán með fasta vexti, jafnvel til sjö til tíu ára, á vöxtum sem væru umtalsvert undir því sem býðst á styttra fastvaxtatímabili í dag. Slíkt lán hefur einnig þann ótvíræða kost fyrir lántakendur að þeir fá betri fyrirsjáanleika hvað varðar þróun greiðslubyrðar og höfuðstóls. Þannig leiðir núverandi regluverk til þess að lánatakendur fá takmarkaðra vöruframboð, hærri vexti og minni fyrirsjáanleika. Þeir eru í þeirri stöðu að þurfa að endurfjármagna íbúðalán sín á einungis nokkurra ára fresti. Þetta er að mínu mati ekki skilvirkt kerfi og ég er ekki viss um að þetta sé það sem lántakendur vilja. Viljum við losna við verðtryggingu? Eins og síðustu vaxtabreytingar sýna þá erum við með tvö kerfi á Íslandi, verðtryggt og óverðtryggt. Óverðtryggðir vextir eru þessar vikurnar að lækka vegna lægri stýrivaxta en verðtryggðir vextir að hækka vegna hærri raunstýrivaxta. Við þurfum að spyrja okkur hvort verðtryggingin sé ófrávíkjanlegt lögmál hér á landi eða hvort við getum – með tíð og tíma – dregið úr vægi hennar. Við erum eitt örfárra landa sem er með víðtæka notkun á verðtryggingu. Það er rétt að halda því til haga að, öfugt við það sem margir halda, kemur verðtryggingin bönkum almennt illa og henni fylgir kostnaður, m.a. vegna þess að á verðbólgutímum vex verðtryggingarójöfnuður sem skapar aukna áhættu í okkar starfsemi. Verðtrygging hefur jafnframt fremur neikvæð áhrif á efnahag lífeyrissjóða sem einnig eru með neikvæðan verðtryggingarjöfnuð. Ég hef því velt upp þeirri hugmynd að hætt verði að nota verðtryggingu í tryggingafræðilegu uppgjöri lífeyrissjóða eða hún skilyrt. Staðreyndin er sú að verðbólga býr ekki til verðmæti til að standa undir auknum lífeyrisréttindum. Afnám verðtryggingar, eða skilyrðing hennar í tryggingafræðilegu uppgjöri lífeyrissjóða, væri í raun fyrsta stóra skrefið sem við gætum tekið til að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi. Það er ákvörðun sem væri líkleg til þess að breyta forsendum fjárfestingaákvarðana lífeyrissjóða og myndi auka eftirspurn eftir óverðtryggðum skuldabréfum bankanna í íslenskum krónum, sem auðveldar fjármögnun óverðtryggðra íbúðalána með lengri lánstíma. Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis án þess að taka gjaldeyrisáhættu Þau sértryggðu skuldabréf sem Arion banki gefur út í evrum eru með mjög gott lánshæfi, hærra lánshæfi en íslenska ríkið. Arion banki getur því sótt tiltölulega hagstæða fjármögnun á skuldabréfamörkuðum Evrópu, en við þurfum að geta breytt þessari fjármögnun í íslenskar krónur. Það gæti hentað lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum vel að taka að sér stærra hlutverk og vera mótaðili okkar í gjaldeyrisskiptasamningum sem fylgja erlendri fjármögnun íbúðalána. Ef við færum þessa leið, og færðum okkur þar með nær því sem gerist á Norðurlöndum, gætu bankarnir boðið íbúðalán með hagstæðari vöxtum og lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar fengju aukið svigrúm til að fjárfesta erlendis, án þess að taka með því gjaldeyrisáhættu, og mundu auka áhættudreifingu í eignasafni sínu. Orð eru til alls fyrst Markmiðið með því að velta upp þessum spurningum er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri umræðu um fjármálakerfið, verðbólgu og vaxtastig hér á landi til lengri tíma. Því við getum gert eitt og annað til að lækka vexti. Spurningin er bara hvort fyrir hendi er raunverulegur vilji, hjá okkur öllum og þeirri ríkisstjórn sem mun taka við stjórnartaumunum, til að gera eitthvað í því? Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar