Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. desember 2024 13:32 Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, vill að allir þingmenn fái það verkefni að mála mynd af öðrum þingmanni þegar þeir setjast á þing. Vísir/Vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, spyr sig hvort það sé verðugt verkefni fyrir þingmenn sinn fyrsta dag á þingi að mála mynd hver af öðrum líkt og gert var í Kappleikunum. Með því opnast augu þess sem heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju búi margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir. „Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru. Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
„Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru.
Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02
Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00
Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31