Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur um hálsmennið og hugsar til ömmu sinnar skömmu áður en hún var lýstur heimsmeistari í CrossFit 2016. CrossFit Games Íslenska CrossFit goðsögnin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að hætta að keppa í CrossFit. Þetta tilkynnti hún um síðustu helgi. Nú hefur hún gert upp frábæran feril sinn á skemmtilegan hátt. Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti