Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 07:02 Þórir Hergeirsson og Katrine Lunde eiga bæði ríkan þátt í gríðarlegri velgengni Noregs í gegnum árin. Samsett/Getty Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita