Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. desember 2024 16:28 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddu við fjölmiðla að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira