Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. desember 2024 16:28 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddu við fjölmiðla að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira