Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 20:59 Grenitréð í Jórukletti í Ölfusá, sem margir hafa áhyggjur af en það er ótrúlegt hvað það hefur spjarað sig vel á klettinum í gegnum árin. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri. Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri.
Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira