Hugsaði lítið og stressaði sig minna Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 14:32 Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum í fyrra. Vísir/EPA „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira