Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 13:05 Garðar Már Garðarsson, sem er aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi við Ölfusá í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira