Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 10:57 Björn Leví segir þessa mynd lýsa ágætlega veru sinni á þingi, en honum þyki einfaldlega þægilegra að vera skólaus innandyra. Það olli hins vegar uppnámi meðal íhaldssamari þingmanna en þetta var ekki vegna virðingarleysis fyrir Alþingi, að sögn Björns sjálfs. vísir/vilhelm Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira