Fram kemur að manninum hafi verið meinaður aðgangur að húsnæði, og í kjölfarið hafi hann átt að hafa tekið upp exi og reynt að brjóta sér leið inn í húsið með því að brjóta rúðu með exinni. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þá segir að málið sé til rannsóknar.
Í dagbókinni er einnig greint frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem hafði ráðist á dyraverði í miðbænum. Sá var handtekinn, en neitaði að segja til nafns. Hann var vistaður í fangageymslu þangað til hann verður viðræðuhæfur.
Jafnframt var lögreglu tilkynnt um vinnuslyss þar sem starfsmaður skar sig á fingri. Sá var fluttur á bráðamóttökuna til aðhlynningar.
Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ, ók ökumaður á umferðarskilti. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann var handtekinn, en látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Lögreglunni á lögreglustöð 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um slagsmál utandyra. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Sá er grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og vörslu fíkniefna.