Fullt af möguleikum í þessu Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 14:03 Andrea Jacobsen hleður í skot VÍSIR / PAWEL Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld. „Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða