Fullt af möguleikum í þessu Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 14:03 Andrea Jacobsen hleður í skot VÍSIR / PAWEL Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld. „Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
„Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira