Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir þyrluna vera á leið á vettvang.
Ásmundur K. Ásmundsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að rúta hafi oltið út af veginum á heiðinni. Um 25 manns hafi verið inni í rútunni. Ekki sé hægt að segja til um ástand farþeganna að svo stöddu.
Þá segir hann að búið sé að opna fjöldahjálparstöð vegna slyssins í Ólafsvík.