Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 22:02 Stelpurnar voru frábærar í naumu 27-25 tapi fyrir sterku liði Hollands. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira