„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 19:09 Arnar Pétursson hefur verið með íslenska landsliðið á uppleið síðustu ár og frammistaðan í kvöld sýnir að liðið hefur náð langt. Getty/Christina Pahnke „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira