Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:52 Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Jól Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar