Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Þjófar stálu verðmætum úr tveimur verslunum Elko, í Lindum og Skeifunni. Vísir/Vilhelm Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna. Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira