Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:40 Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun