Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:11 Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar