Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:29 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Vísir/Vilhelm Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember. Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember.
Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira